Saga Naust Marine
Naust Marine ehf. var stofnað árið 1993 með það markmið að þróa og markaðsetja búnað fyrir sjávarútveg og annan iðnað. Aðalverkefni fyrirtækisins hefur til þessa verið þróun og framleiðsla sjálfvirka togvindukerfisins ATW CatchControl (Autamatic" Trawl Winch).
Kerfið hefur gengið undir nafninu ATW CatchControl frá því skömmu fyrir aldamótin 2000. Það hefur hins vegar verið í þróun nokkura starfsmanna Naust Marine frá árinu 1979. Kerfið var fyrst sett upp í skipi árið 1981 og frá þeim tíma hefur skipum í ATW fjölskyldunni fjölgað jafnt og þétt. Kerfið er nú í notkun í fjölda íslenskra og erlendra skipa, af ýmsum stærðum og gerðum, og hefur reynst vel.
Naust Marine keypti iðnstýrideild Tæknivals árið 1999 og við það bættist sala á ýmiskonar iðnstýribúnaði við starfsemi fyrirtækisins.
Iðnstýrideild fyrirtækisins styrktist enn frekar árið 2002 er Naust Marine sameinaðist tæknifyrirtækinu Logic sem var sérhæft fyrirtæki í sjálfvirknilausnum fyrir iðnfyrirtæki.
Naust Marine ehf er til húsa að Miðhellu 4, 221 Hafnarfirði. Starfsmenn eru nú 27, allir með langa reynslu að baki hver á sínu sviði.